Eins og á degi 2, voru næstum öll börn á koddanum við vakningu, kl 9. Morgunmatur (morgunkorn) og svo morgunstund þar sem Hreinn talaði um fyrirgefninguna og á biblíufletti upp á versunum Matt 18:21, Lúk 6:37 og 11:9. Eftir morgunstund var heldur betur gaman enn þá voru bátarnir opnaðir í fyrsta skipti í vikunni. Það var samt svolítið hvasst og margir bátar ráku uppí í suðvestur fjöruna sökum norð-austan áttarinnar. Þau dóu ekki ráðalaus, hoppuðu mörg útí vatnið og dróu bátana að bryggjunni aftur, en það er mjög lítið í vatninu og því „göngugrunnt“ laaangt út frá fjörunni. Á sama tíma var íþróttahúsið opið og boðið var upp á spjótkast. Í hádegismat var snitsel, kartöflubátar, sósa og salat. Þegar flestir voru búnir að borða blöstuðum við laginu Aquaman í hljóðkerfinu okkar sem byrjar á línunni „ég fór í sund í dag, ég er aquaman“ og foringjarnir komu „syndandi“ inn. Við vorum ss að fara í sund. Frjáls mæting en hálfur flokkurinn kom með, ca 30 börn. Lögðum af stað beint eftir matinn. Löbbuðum á Hlaðir, flott sveitalaug í hálftíma göngufjarlægð. Það gekk bara ágætlega, rosa gaman í sundi en þeim mun leiðinlegra að labba heim. Gulrótin var samt kaffið sem beið eftir okkur heima; bananabrauð, norsk tekaka og kókoskúlur. Fyrir kaffið var íþróttahúsið opið fyrir þá sem vildu ekki koma með í sund. Eftir kaffi var aftur hægt að fara út á báta, taka þátt í billjard móti á eftri hæð íþróttahússins og spila inni í Birkisal. Í sólinni og logninu sem myndast í húsaskotinu við Birkiskála í norðaustanáttinni, höfðum við grillpartý. Tónlist og eins margar pulsur og þau vildu. Bátar, íþróttahús og langstökk var í boði eftir mat. Kl 21 byrjaði svo kvöldvakan. Að vana; leikrit, sungið, hugleiðing og framhaldssaga. Það sást hverjir komu með í sundið, þau voru ekki lengi að finna koddann sinn. Svæfing gekk vel, voru að sofna rétt yfir miðnætti.
Hópurinn nær vel saman þrátt fyrir stöku árekstra, en gegnur heilt yfir bara frekar smurt. Heimþrá-pésar fá núna að heyra hina frægu setningu; „Heim? viltu fara heim? Já daginn eftir morgundaginn ferðu heim á morgun“. Works every time. (:
Fleiri myndir komnar inn! Reyndar einhverjar frá deginum áður sem gleymdust, en betra seint en aldrei, right?