Vakning í morgun kl 9:30. Það verður erfiðara að vakna með hverjum deginum. Morgunmatur (morgunkorn) kl 10 og morgunstund í beinu framhaldi. Þar horfum við á stutta mynd um líf og starfs sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda Vatnaskógar. Svo fóru allir að pakka og söfnuðu svo öllu dóti sem átti að fara í rútuna fyrir utan Birkiskála, en dót þeirra sem verða sótt fór fyrir framan matsalinn. Smá frjáls tími áður en við gæddum okkur á heimabökuðum pizzum í hádeginu. Núna (kl 14) eru allir búnir að njóta seinasta frjálsa klukkutímans, klára að gera allt sem „þarf“ að gera í Vatnaskógi. Við erum að fara út í leiki á Kapelluflöt og svo förum við inn í Gamla skála til þess að horfa á stuttmynd. Hún heitir Áfram að markinu og fjallar um ruddalegan strák sem vill ekkert gera nema spila tölvuleiki en er svo dregin í Vatnaskóg og kemur heim nýr drengur, sýnir ást og umhyggju og veit ekkert betra en að vera úti að leika. Aldrei að vita nema þið sjáið breytingu á ykkar krakka (: lofa engu samt
Kaffi kl 15 þar sem við bjóðum uppá  kleinuhringi. Þegar kemur að því að auglýsa óskilamuni gefum við þeim ís (life hack, þá þegja allir:)
Rútan fer héðan kl 16 og komin í bæinn (á Holtaveg 28) um kl 17.

Við þökkum ykkur kærlega fyrir að treysta okkur fyrir börnunum ykkar í vikunni, það var rosalega gaman að kynnast þeim. Þau eru yndislega, öll með tölu. Vonandi koma þau aftur til okkar að ári.
Yours truly – Gríma Katrín, forstöðukona (:
Minni á myndirnar!