Í gær komu um 40 unglingar í Vatnaskóg, strákar og stelpur. Þau munu njóta þess að vera hér í Vatnaskógi í sjö daga. Þetta er lengsti flokkur sumarsins. Fyrsti dagurinn var með hefðbundnu sniði. Við fengum sænskar kjötbollur í hádegismatinn. Í kaffitímanum var yogúrtkaka, kryddbrauð og skyrdrykkur, og í kvöldmatinn var Tortilla með öllu tilheyrandi. Það hefur gengið vel hingað til en þó kom upp eitt sérstakt atvik. Það var drengur sem kunni ekki að setja lak á rúmið sitt og þurfti aðstoð foringja við að setja það á, það þótti okkur miður. Þetta er ótrúlega flottur hópur sem er hérna. Þau eru dugleg að finna sér eitthvað að gera og að kynnast hvert öðru, það er gott. Það er mikil og spennandi dagskrá framundan í flokknum, sérstaklega á kvöldin. Norðaustanáttin er mætt með krafti hingað í Vatnaskóg. Það má segja að hún hafi blásið sumrinu í burtu og komið með haustið. Aspirnar eru farnar að gulna og eitt og eitt lauf farið að falla. Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur hefur spáð norðaustanátt alla vikuna og því miður hefur hann sjaldan rangt fyrir sér en við vonum að hann hafið túlkað tölurnar eitthvað vitlaust í langtímaspánni. Myndir úr flokknum munu koma inn á linkinn hér að neðan, við reynum að vera dugleg í að setja þær inn jafnóðum.

Aðeins um brottfarardaginn 18.ágúst. Við ætlum að leggja af stað úr Vatnaskógi 12:30 og er þá áætluð koma á Holtaveg 13:30.

Hér í unglingaflokki erum við með úrvals lið foringja sem annast dagskrá og umönnun unglinganna en það eru þau Gríma Katrín Ólafsdóttir, Jakob Viðar Sævarsson, Tinna Dögg, Þórdís Hafþórsdóttir og Þráinn Andreuson. Þeim til halds og trausts er starfsmanna- og skemmtanastjórinn Gunnar Hrafn Sveinsson, fjölmiðlafulltrúinn og almannatengillinn Hreinn Pálsson og fulltrúi mennta- og biblíumála Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson.

Eldhúsi og þrifum er stýrt af Ingibjörgu Lóreley Zimsen Friðriksdóttur en henni til aðstoðar eru Fannar Logi Hannesson, Hjalti Jóel Magnússon og Viktoría Ásgeirsdóttir.

Svo eru þeir Sigurður Jóhannesson og Þórir Sigurðsson staðarráðsmenn í Vatnaskógi og sjá um almennt viðhald á staðnum og sinna ýmsum öðrum mikilvægum verkefnum.

Meira síðar!

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður, fjölmiðlafulltrúi og almannatengill.

68295828_486912412136966_4922490704032169984_n