Unglingaflokkur heldur áfram hér í Vatnaskógi. Í dag skín sólin og norðaustanáttin er ekki eins sterk og síðustu daga. Við ætlum að reyna hafa vatnafjör og stuð eftir hádegi þrátt fyrir smá kulda. Við höfum þá reglu að ef þú ferð út í Eyrarvatn þá er skylda að fara í heitupottana beint eftir á. Við höfum fengið fish and chips, súpu og brauð, lasagna, kökur, bollur, ávexti, kex og margt fleira að borða síðasta sólarhringinn. Til þess að réttlæta alla þessa matartíma bjóðum við upp á fótbolta, víðavangshlaup og frjálsar íþróttir, fyrir þá sem vilja, fáum brennsluna í gang. Svo erum við með hugarleikfimi, fyrir þá sem vilja, eins og spil, skák, þrautir og samræður um stóru málefnin. Í gærkvöldi var bíókvöld. Við horfðum á kvikmyndina Back To The Future og það er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn hjá unglingunum. Frábær tónlist, frábærir leikarar og skemmtilegur söguþráður. Á kvöldvökum höldum við hefðbundnu sniði þ.e.a.s. við syngjum mikið, sjáum leikrit frá villiöndinni, heyrum framhaldssögu og hugleiðingu. Við stefnum á útilegu í kvöld, fyrir þá sem vilja, en þetta er tækifæri til þess að gista úti undir berum himni. Mjög spennandi.

Fleiri myndir eru komnar inn.

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður, fjölmiðlafulltrúi og almannatengill.

 

68295828_486912412136966_4922490704032169984_n