Í nótt var boðið upp á að gista úti undir berum himni. 70% af flokknum þáði það. Þau klæddu sig vel, tóku svefnpoka og kodda og lögðu af stað út í skógarkirkjuna í Vatnaskógi. Unglingarnir sem sváfu úti sofnuðu rétt eftir miðnætti og vöknuð milli fimm og sex um morguninn. Þá færðu þau sig yfir í Birkiskála, svefnskálann, og hvíldu sig þar til hálf tíu. Í skógarkirkjunni kveiktum við varðeld, vorum með brekkusöng og grilluðum „SMORES“ en „SMORES“ er bandarískur réttur sem kom á sjónarsviðið árið 1927. Uppskriftin er eftirfarandi: þú grillar þér sykurpúða medium rare, medium eða well done. Því næst setur þú grillaða sykurpúðann á kex með súkkulaði eins og t.d. LU kex. Svo setur þú annað kex ofan á þanning að þetta verður eins og samloka. Gjörðu svo vel, „SMORES“ er tilbúið! Það er óhætt að segja að þetta hafi slegið í gegn. Víðavangshlaupið var hlaupið í gær en þá er hlaupið hringinn í kringum vatnið, 4,2km. 47,3% þátttaka var í hlaupinu og verður það að teljast mjög gott. Það er margt spennandi framundan hjá okkur hér í Vatnaskógi. Nýr ofn var tengdur í gærkvöldi og tekinn í notkun í hádeginu í dag. Það er augljóst að þessi nýji ofn mun reynast okkur vel næstu árin.

Auðvitað eru nýjar myndir komnar inn, þangað til næst.

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður, fjölmiðlafulltrúi og almannatengill.

68295828_486912412136966_4922490704032169984_n