Það er komið að lokum hér í Vatnaskógi þetta sumarið. Þetta er síðasti hefðbundni dvalarflokkurinn en framundan eru fermingarnámskeið og helgarflokkar. Í gær var veisludagur. Við héldum Pride daginn hátíðlegan með Vatnaskógur-Pride göngu frá íþróttavellinum og að gamla skála þar sem við flögguðum Pride fánanum og sprengdum confetti. Það var gaman að sjá krakkana stjórna þessum dagskrálið frá A til Ö á meðan við starfsfólkið tókum þátt og skemmtum okkur vel. Einnig var stór og mikil veislukvöldvaka í gærkvöldi. Á kvöldvökunni var bikarafhending, leikrit, framhaldssaga, brandarar, hugleiðing og mikið sungið. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur flokkur. Við höfum verið óheppin með veður en unglingarnir létu það ekki stoppa sig frá því að skemmta sér og hafa gaman. Ég vona að allir fari sáttir heim með góðar minningar úr Vatnaskógi og að við höfum náð að skora aðeins á þau og fengið þau til þess að hugsa um lífið, tilveruna og trúnna.

Þegar þessi frétt er skrifuð þá eru unglingarnir að pakka og tæma herbergin sín. Næsta mál á dagskrá er Brunch og svo lokastund í gamala skála. Brottför klukkan 12:30 og áætluð heimkoma á Holtaveg 28 er klukkan 13:30.

Nýjar myndir eru komnar inn. Guð blessi Vatnaskóg.

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

68295828_486912412136966_4922490704032169984_n