Feðginaflokkur í Vatnaskógi sem átti að vera dagana 24.–26. apríl fellur niður vegna samkomubanns yfirvalda. Í staðinn verður boðið uppá Feðginaflokk dagana til 20.–21. maí, frá miðvikudegi fram á fimmtudag (Uppstigningardag). Með fyrirvara um aðgerðir stjórnvalda.

Flokkurinn verður með aðeins breyttu sniði – ein nótt og flokkurinn endar með kvöldkaffi á fimmtudeginum. Það verður gaman og við munum hafa skemmtilega dagskrá í boði fyrir feður og dætur, með áherslu á góðar samverustundir í Vatnaskógi bæði innan- og utandyra.

Það verða gönguferðir, föndur, söngur, bátar, opið íþróttahús, kvöldvökur, fræðslu- og samverustundir og ótalmargt fleira.

Verð í feðginaflokk með þessu sniði er kr. 9.900 fyrir einstakling. Skráning fer fram í síma 588-8899 eða á: https://www.sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1599