Skógarmenn KFUM hafa um áratuga skeið haldið kaffisölu á sumardaginn fyrsta til stuðnings starfinu í Vatnaskógi. Sumardagurinn fyrsti hefur verið einskonar fjáröflunardagur Vatnaskógar en ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verður kaffisölunni frestað.

Skógarmenn hafa mikinn hug að halda kaffisölu þótt síðar verið í sumar þegar aðstæður leyfa en líkleg dagsetning er sunnudagurinn 5. júlí í Vatnaskógi.

Þau sem vilja styðja starfið í Vatnaskógi af þessu tilefni hægt er að smella hérna: https://klik.is/event/location/4

Einnig hægt að leggja inná reikning Skógarmanna 117-26-12050 kt. 521182-0169