Góðan dag
Þá er Gauraflokkur 2020 hafinn í Vatnaskógi. Það var flottur hópur sem kom í skóginn í gær og margir spenntir að skoða sig um og taka þátt í öllu því sem Vatnskógur hefur upp á að bjóða. Þegar drengirnir voru búnir að setjast við sitt borð í matsalnum í gær og kynnist sínum foringjum var haldið út í svefnskála og komið sér fyrir í herbergjum þar.
Strax eftir hádegismat hófst dagskráin hjá okkur og voru meðal annars bátarnir opnir, enda veðrið upp á sitt besta, logn og sól. Flestir spreyttu sig á bátunum eða gripu í veiðistöng, svo voru aðrir sem fóru að vaða í fjörunni.
Listasmiðjan hefur opnað og er hún vinsæl eins og undanfarin ár. Í dag verður meðal annars grímugerð ásamt öðrum verkefnum. Einnig var íþróttahúsið opið en þar er hægt að fara í boltaíþróttir og á efri hæðinni er mögulegt að grípa í borðtennis eða pool. Þá er þar ágætis bókasafn fyrir þá sem hafa áhuga á að slaka á með góða bók.
Hérna má síðan finna myndir úr flokknum:
Bestu kveðjur úr Vatnaskógi!