Þá er síðasti heili dagurinn runninn upp hjá okkur í Vatnaskógi. Við erum mjög ánægð með strákana og þennan flotta hóp. Flestir hafa vonandi skemmt sér vel og er það okkar von að þeir komi heim með góðar minningar úr flokknum. Það má með sanni segja að margir litlir sigrar hafi unnist hjá drengjunum þessa vikuna.
Síðasti dagurinn hjá okkur er jafnan kallaður veisludagur, þá er dagskráin með aðeins frábrugðnum hætti. Það verður boðið upp á ýmsa skemmtilega dagskrárliði og borðum við veislukvöldverð saman ásamt því að kvöldvakan verður sérstaklega vegleg. Þar verða meðal annars afhentir bikarar fyrir hinar ýmsu keppnir og verður útsending frá sjónvarpi Lindarrjóðurs ásamt því að starfsmenn verða með leikrit.
Á kvöldvökunni í gær var hæfileikasýning drengjanna og fóru nokkrir þeirra með mikinn leiksigur þegar flutt var frumsamið verk.
Við minnum svo á heimkomuna á morgun en við stefnum á að vera komin á Holtaveg 28 um kl. 14.
Við þökkum kærlega fyrir okkur að þessu sinni. Bestu kveðjur úr Vatnaskógi,
Starfsfólk gauraflokks 2020.