Þá er vel liðið á annan flokk og drengirnir halda heim á morgun. Við höfum átt ánægjulegan tíma í Vatnaskógi með marskonar dagskrá.

Á föstudaginn var töluverð rigning nær allan daginn og því erfiðara að vera úti við. Þess í stað var íþróttahúsið mikið notað sem og smíðaverkstæðið í Bátaskýlinu. Bátarnir voru svo opnir seinni partinn og margir sem fóru að vaða í vatninu og létu rigninguna ekki stoppa sig.

Mun betra veður var svo í gær og nýtum við því daginn til útiveru. Boðið var upp á knattspyrnu, frjálsar íþróttar, báta, kassabíla og gönguferðir svo eitthvað sé nefnt. Eftir hádegismat fóru allir drengir út í Oddakot sem er hér við enda Eyrarvatn (u.þ.b. 20mín ganga), þar var farið í hin sívinsæla hermannaleika og eftir það voru margir sem skeltu sér aðeins í vatnið, en við Oddakot er sendin fjara sem gaman er að vaða í.

Nú að morgni sunnudags er rigningarlegt, blautt yfir en hann hefur hangið þurr það sem af er dags. Hægur vindur og hlýtt, tilvalið bátaveður. Þegar þetta er skrifað, að lokinni sunnudagsmessu, eru margir drengir út á bát og aðrir taka þátt í brekkuhlaupi eða kassabílarallý, íþróttahúsið er einnig opið.

Í kvöld er svo veislukvöld þar sem lokum flokksins verður fagnað og verðlaun veitt fyrir góða frammistöðu.

Allir drengirnir hafa staðið sig  vel og ánægjulegt að vera hér með þeim. Hér eru margir ungir drengir sem eru að fara að heima í fyrsta skipti sem getur verið krefjandi, við leggjum okkur fram við að leiðbeina þeim í kærleika og finna jákvæðir leiðir þegar smávægileg heimþrá bankar uppá, það er heldur alls ekki óeðlilegt að sakna mömmu og pabba smá! Í þeim tilfellum þar sem vanlíðan kemur fram höfum við ávallt samband við foreldra.

 

Við höfum ekki verið nógu duglegir að setja inn myndir, en hér má finna nokkrar og fleiri bætast við í dag.

0cc14e37-84be-437d-8714-2fcb1e245f78