3.flokkur – 17.júní – Dagur 2
Það er 17.júní í dag og munum við halda hátíðlega upp á hann. Eftir morgunmat fórum við á fánahyllingu. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið stærsta fánahylling sumarsins. Við flögguðum íslenska fánanum á sjö fánastöngum á sama tíma með íslenska þjóðsöngin í hátalarakerfinu. Þetta var gæsahúð fyrir allan peninginn. Eftir morgunstund var farið í skrúðgöngu frá Gamla skála og að íþróttahúsinu. Fyrir framan íþróttahúsið er falleg brekka. Við stoppuðum fyrir framan brekkuna og hlýddum á Fjallkonuna flytja ljóð eftir Margréti Jónsdóttur, Ísland er land þitt.
Seinna í dag verður svo boðið upp á hoppukastala, vatnafjör, Wipeout, heita potta, krap frá Kjörís, róðrakeppni, fótbolta, frjálsar íþróttir, smíðaverkstæði og margt fleira.
Hér fyrir neðan er svo linkur á myndasíðu KFUM og KFUK á Íslandi. Það koma myndir inn á þessa síðu reglulega.
Veðrið hér í Vatnaskógi er stórkostlegt. Sól og 15 stiga hiti. Það er óhætt að segja að Theodór Freyr Hervarsson, einn fremsti veðurfræðingur okkar Íslendinga, klikkar aldrei.
Matseðill 17.júní 2020
Morgunmatur: Hafragrautur, morgunkorn og súrmjólk.
Hádegismatur: Brauðklæddar- létt bankaðar svínasneiðar með brúnni sósu og bökuðum kartöflum.
Kaffitími: Nýbökuð, fánaskreytt súkkulaðikaka par excellence.
Kvöldmatur: Mosfelkst kjúkklingapasta ala Hreiðar Örn Zoega
Kvöldhressing: Mjólkur- og súkkulaðikex með mjólk
Hreinn Pálsson – forstöðumaður