3.flokkur – Dagur 3

Það var hefbundinn dagur í Vatnaskógi í dag. Drengirnir voru vaktir 8:30 í morgun með ljúfum tónum. Eftir hádegismat var farið í Hremannaleikinn. Hermannaleikurinn virkar þannig að við skiptum hópnum í tvennt, 49 vs 49, og kallast liðin Oddverjar og Haukdælir. Oddverjar labba út í Oddakot og bíða þar eftir Haukdælum. Leikurinn gengur út á það að ná klemmum af öxl drengjanna í hinu liðinu. Ef þú missir þína klemmu þá þarft þú að fara aftur í bækistöðvar og ná í nýja klemmu. Liðið sem safnar fleiri klemmum vinnur leikinn. Fyrir utan Hermannaleikinn hefur verið almenn dagskrá. Fótbolti, bátar, smíðaverkstæði, folf, íþróttahús, spil og margt fleira.

Fyrstu fiskar flokksin veiddust í dag. Þeir voru 131g og 155g. Flottir fiskar.

Veðrið hefur verið gott í dag. þurt, skýjað, heitt og ekki mikill vindur. Theodór Freyr Hervarsson hefur spáð rétt alla daga flokksins. Vel gert.

Það eru komnar inn fleiri myndir á linkinn hér að neðan.

Matseðill

Morgunmatur: Hafragrautur, morgunkorn og súrmjólk.

Hádegismatur: Svikinn héri með beikoni, kartöflumús og brúnni sósu.

Kaffitími: Hjónabandssæla með heimagerðri rabbabarasultu og bananabrauð.

Kvöldmatur: Ávaxtasúrmjólk með heimilisbrauði og viðeigandi áleggi.

Kvöldhressing: Kex og Ávextir.

 

Hreinn Pálsson – forstöðumaður

3fl