3.flokkur – Dagur 4

Það er frábær dagur í dag. Hefðbundin dagskrá og drengirnir eru að standa sig mjög vel. Það eru tvö afmælisbörn í dag + einn starfsmaður, þeim verður gerð góð skil á eftir með söng og kökum og myndum. Ekki fleira í bili, fullt af myndum komnar inn. Endilega lítið á.

Veður: Sól en skýjað með köflum og logn. Þ.a.l. mikið af flugum. Ekkert lúsmý enn.

 

Matseðill

Morgunmatur: Hafragrautur, morgunkorn og nýbakaðar bollur.

Hádegismatur: Hakkabollur (gerðar frá grunni auðvitað) með ítalskri pizzasósu, salati og   nýbökuðu hvítlauksbrauði.

Kaffitími: Skógarmanna terta og vanillulengjur.

Kvöldmatur: Grillaðar pylsur með öllu viðeigandi.

Kvöldhressing: Ávextir og kex.

 

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

3fl