3.flokkur – Dagur 5 – Veisludagur

Þá er veisludagur runninn upp. Það rignir aðeins á okkur en það er einnig töluverður hiti, sem er gott. Núna eftir morgunstund verður boðið upp á brekkuhalup. Það er hefð fyrir því að hafa brekkuhlaup á Veisludegi.

Í dag gerum við vel við okkur í mat, drykk og dagskrá. Eftir kaffitímann er foringjaleikurinn í fótbolta. Þá skorum við foringjarnir á drengina í fótbolta. Við skiptum þeim upp í tvö lið, stjörnulið og draumalið, og spila liðin sitthvorn hálfleikinn. Kvöldvakan í kvöld verður glæsileg. Það verður sungið, við munum heyra lokahlutann í frammhaldssögunni, sjáum nokkur leikrit og svo auðvitað Sjónvarp Lindarrjóður. Mikil gleði og spenna hjá drengjunum.

Sunnudagurinn 21.júní er brottfarardagur. Við borðum kaffitíma hér og leggjum svo af stað 16:00 í bæinn. Áætluð koma á Holtaveg 28 er klukkan 17:00.

Fleiri myndir eru komnar inn.

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn, hafragrautur og brauð með áleggi.

Hádegismatur: Eitthvað fyrir alla.

Kaffitími: Sjónvarpskaka og döðlubrauð.

Kvöldmatur: Grillaðir LÚXUS hamborgarar, fanskar og gos í bauk.

Kvöldkaffi: Matar- og súkkulaðikex, mjólk og vatn.

 

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

3fl