Þá er að koma að lokum hér hjá okkur í 3.flokki. Þetta er búið að vera frábær flokkur, skemmtilegir drengir og svo hefur veðrið einnig verið frábært. Eftir hádegismat förum við að pakka. Því næst förum við í hópleiki og svo er lokasamvera í Gamla skála.

Kaffitími er klukkan 15:00 og brottför frá Vatnaskógi klukkan 16:00. Áætluð koma í bæinn er klukkan 17:00.

Nýjar myndir komnar inn.

Matseðill

Morgunmatur: Rjómalagað kakó og brauð

Hádegismatur: Vatnaskógar Pizza

Kaffitími: Súkkulaðikleinuhringir og ís

 

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

3fl