4.flokkur – Ævintýraflokkur – Dagur 1

Í dag komu um 100 drengir í Vatnaskóg. Það ringdi á okkur til að byrja með en þegar að það leið á daginn fór að stytta upp og hittna. Eftir kvöldmat buðum við upp á Vatnafjör þar sem það var þurt og heitt og einnig út af því að það stefnir í rigningu út vikuna, vonum auðvitað að það verði ekki.  Þegar að drengirnir komu hingað byrjuðu þeir á því að velja sér borð í matskálanum til þess að sitja við, borð 1 til 8. Við hvert borð er borðforingi sem annast drengina og hefur gott eftirlit með þeim.

Maturinn

Hádegismatur: Kjúklingaleggir, bakaðar kartöflur og sósa.

Kaffitími: Hjónabandssæla, smákökur og ávextir.

Kvöldmatur: Vatnaskógar ávaxtasúrmjólk og brauð með áleggi.

Kvöldhressing: Ávextir og kex.

Starfsfólk

Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru þeir:

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

Benedikt Guðmundsson – Frjálsíþróttaforingi

Eiríkur Skúli Gústafsson – Bátaforingi

Ástráður Sigurðsson – Bátaforingi

Gunnar Hrafn Sveinsson – Ævintýraforingi

Ísak Jón Einarsson – Þrif- og alhliðaforingi

Jens Eli Gunnarsson – Innileikjaforingi

Dagur Adam Ólafsson – Knattspyrnuforingi

Pétur Bjarni – Alhliðaforingi

Fannar Logi Hannesson – Útileikjaforingi

Eldhúsi og þrifum í Vatnaskógi stýrir Hreiðar Örn Zoega Stefánsson. Honum til aðstoðar eru, Birna Júlía Björnsdóttir, Ása Hrönn Magnúsdóttir, Davíð Guðmundsson og Friðrik Páll Ragnarsson Schram.

Þess utan er ungur aðstoðarforingi á svæðinu, framtíðarleiðtogi í starfi KFUM og KFUK sem kemur sem sjálfboðaliði og fer í allskonar verkefni á svæðinu, hvort sem það er aðstoð í gönguferðum, uppvask, smíðar, frágangur og tiltekt á svæðinu eða skipulag leikja undir umsjón foringja. Aðstoðarforingi þessa vikuna er hann Sindri.

Þá eru þeir Hjalti Jóel Magnússon, Sigurður Jóhannesson og Þórir Sigurðsson í flokknum og koma að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði.

Ef það eru einhverjar spurningar þá er símatími forstöðumanns á milli 11 og 12 alla daga. Inn á þessa síðu munu svo koma myndir úr flokknum.

Meira síðar!

Hreinn Pálsson – forstöðumaður

105994256_3127675427300345_7329196503025797711_n