Drengirnir voru vaktir klukkan 9 í morgun með ljúfum tónum. Í dag bjóðum við upp á hefðbundna dagskrá að mestu leiti eins og t.d. báta, fótbolta, smíðaverkstæði, íþróttahús, frjálsaríþróttir og spil í Birkisal. Eftir hádegi buðum við upp á fjallgöngu upp á Kambinn. Kamburinn er fjallið sem er beint á móti Vatnaskógi. Það voru 20 drengir sem lögðu af stað klukkan 13:15 með 3 starfsmönnum Vatnaskógar sem eru með mat og drykki fyrir strákana. Það verður fallegt á toppnum.

Veðrið er eins og það er. Sól og rigning til skiptis og 14-16 stiga hiti. Theodór Freyr Hervarsson hefur verið að spá þessu veðri undanfarna daga. Ég mun heyra í honum á eftir og biðja hann um að laga þetta.

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn, súrmjólk og hafragrautur.

Hádegismatur: Laxaflök og þorskhnakkar með rjómaostasósu,pestó með sólþurrkuðum tómötum og Kapers, salat og beikonbrösuðum kartöflum.

Kaffitími: Jógúrtkaka, gerbollur með áleggi og ávextir.

Kvöldmatur: Kjúklingapasta með heimalagaðari sinnepssósu og hrásalati.

Kvöldhressing: Ávextir og kex.

 

Nýjar myndir koma inn reglulega.

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

105994256_3127675427300345_7329196503025797711_n