Þriðji dagur flokksins er gengin í garð. Það er pökkuð dagskrá framundan. Eftir hádegismat förum við í hermannaleikinn. Hermannaleikurinn virkar þannig að við skiptum hópnum í tvennt, 49 vs 49, og kallast liðin Oddverjar og Haukdælir. Oddverjar labba út í Oddakot og bíða þar eftir Haukdælum. Leikurinn gengur út á það að ná klemmum af öxl drengjanna í hinu liðinu. Ef þú missir þína klemmu þá þarft þú að fara aftur í bækistöðvar og ná í nýja klemmu. Liðið sem safnar fleiri klemmum vinnur leikinn. Fyrir utan Hermannaleikinn hefur verið almenn dagskrá. Fótbolti, bátar, smíðaverkstæði, folf, íþróttahús, spil og margt fleira. Í kvöld er einnig mikil ævintýradagskrá. Myndir koma inn reglulega.
Matseðill
Morgunmatur: Morgunkorn, súrmjólk og hafragrautur og brauð með áleggi.
Hádegismatur: Svikinn Héri, kartöflumús og brún sósa.
Kaffitími: Skúffukaka, kryddbrauð og ávextir.
Kvöldmatur: Skyr og nýbakað brauð með viðeigandi áleggi.
Kvöldhressing: Ávextir og kex.
Hreinn Pálsson – Forstöðumaður