Í gær komu um 100 drengir í 5. dvalarflokk sumarsins í Vatnaskógi, drengirnir í hópnum munu dvelja í Skóginum fram til 3. júlí.
Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru Jóel Kristjánsson, Benjamín Jafet, Davíð Guðmundsson, Pétur Bjarni, Friðrik Páll, Hjalti Jóel, Þráinn Andreuson, Guðmundur Pálsson, Grétar Halldór, og Baldur Ólafsson. Forstöðumenn flokksins þeir Ársæll Aðalbergsson og Jón Ómar Gunnarsson.
Eldhúsi og þrifum er stýrt af Valborgu Geirsdóttur og eru Agnes Þorkelsdóttir, Ísak Jón Einarsson, Dagný Guðmundsdóttir og Sólveig Erla henni til aðstoðar í eldhúsinu.
Þess utan er ungir matvinnungar á svæðinu, framtíðarleiðtogar í starfi KFUM og KFUK sem koma sem sjálfboðaliðar og grípa í hvers kyns verkefni á svæðinu, hvort sem það er aðstoð í gönguferðum, uppvask, smíðar, frágangur og tiltekt á svæðinu eða skipulag leikja undir umsjón foringja.
Þá eru þeir Jens Elí Gunnarsson og Þórir Sigurðsson í flokknum og koma að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði.
Allt gengur mjög vel, hressir og skemmtilegir drengir og duglegir að taka þátt í því sem í boði er, útileikir, keppnir í ýmsum greinum frjálsra íþrótta sem og skemmtilegir innleikir að ógleymdri smíðastofunni. Þá er knattspyrnumótið í fullum gangi.
Veðrið: Í gær var gott veður, hlýtt og þurrt. Nú í morgun er skýjað, hlýtt og hægur vindur, sem sagt gott bátaveður.
Maturinn: Í gærkvöldi var boðið uppá sænskar kjötbollur í hádeginu, í kaffinu eru alltaf þrjár sortir og fengu drengirnir skúffuköku, karamellulengju og brauðbollu síðan var sveppasúpu í kvöldmat og ávextir í kvöldsnarl. Í dag veðrur boðið upp á lasagne í hádegismat.
Kvöldvakan: Á kvöldvökunni var leikrit, framhaldsaga auk hugleiðingar – og mikið sungið.
Við munum birta myndir hér á heimasíðunni seinna í dag. Ef þú þarft að hafa samband við okkur í Vatnaskógi, er hægt að senda tölvupóst á netfangið arsaell@kfum.is eða jon.gunnarsson@gmail.com.
Myndir munu birtast hér: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157714919757113