Kæru foreldrar og forráðamenn, nú líður að lokum 5. flokks 2020 og munu 100 drengir snúa heim á ný með nýja reynslu í farteskinu. Við vonum að allir hafi notið dvalarinnar og þökkum kærlega fyrir það traust sem okkur er sýnt með því að fá að taka á móti drengjunum ykkar. Þeir hafa allir sem einn staðið sig frábærlega og þið megið vera mjög stolt af þeim. Nokkrir hafa fengið að kynnast lúsmýinu, sem hafði stutta viðkomu í Vatnaskógi í gær (fimmtudag). Einhverjir hafa fengið heimþrá og sigrast á henni.

Þegar þetta er ritað hafa drengirnir lokið við að pakka í töskuna sína, en sennilega eru margir að gera það í fyrsta skipti. Við höfum verið að safna saman óskilamunum sem verða aðgengilegir strax við komuna á Holtaveg 28. Rútan leggur af stað frá Vatnaskógi kl. 16 og er áætluð koma kl. 17.

Með kærri þökk og fyrir hönd starfsmanna 5. flokks,

Jón Ómar Gunnarsson.