9.júlí – Veisludagur

Í gær var veisludagur hér hjá okkur í Vatnaskógi. Á veisludegi er alltaf nóg að gera og eru hápunktar dagsins yfirleitt tveir. Annars vegar er það fótboltaleikurinn milli drengja og foringja, foringjarnir rétt svo unnu leikinn, og svo hins vegar veislukvöldvakan en á henni sáum við þrjú leikrit, heyrðum lokin á framhaldssögunni, afhentum drengjunum bikara fyrir afrek þeirra, sáum sjónvarp Lindarrjóður og margt fleira.

Matseðill 

Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk.

Hádegismatur: Skyr og nýbakað brauð með áleggi

Kaffitími: Vatanskógar sjónvarpskaka, súkkulaðibitakökur og kryddbrauð.

Kvöldmatur: Vínar Snitzel með brúnni sósu, bökuðum kartöflum, salati, maís og grænum baunum, rauðkál og gos baukur frá ölgerðinni.

Kvöldhressing: Ávextir og kex.

10.júlí – Brottfarardagur

Annars er að koma að lokum hér hjá okkur í 6.flokki. Þetta er búið að vera frábær flokkur, skemmtilegir drengir og svo hefur veðrið einnig verið frábært. Eftir hádegismat förum við að pakka. Því næst förum við í hópleiki og svo er lokasamvera í Gamla skála.

Kaffitími er klukkan 15:00 og brottför frá Vatnaskógi klukkan 16:00. Áætluð koma í bæinn er klukkan 17:00.

Matseðill

Morgunmatur: Rjómalagað kakó og brauð með áleggi.

Hádegismatur: Vatnaskógar Pizza.

Kaffitími: Súkkulaðikleinuhringir og ís.

 

Nýjar myndir eru komnar inn.

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

_MG_6616