11.júlí – Dagur 1

Í gær komu um 100 drengir í Vatnaskóg. Það ringdi á okkur til að byrja með en þegar að það leið á daginn fór að stytta upp og hittna. Það stefnir í rigningu út vikuna, vonum auðvitað að það verði ekki. Þegar að drengirnir komu hingað byrjuðu þeir á því að velja sér borð í matskálanum til þess að sitja við, borð 1 til 7. Við hvert borð er borðforingi sem annast drengina og hefur gott eftirlit með þeim. Það var boðið upp á hefðbundna dagskrá fyrsta daginn. Bátar, smíðaverkstæði, íþróttahús, frjálsaríþróttir, leikir, spil og margt fleira. Það er gott að byrja rólega og leyfa þeim að koma sér vel fyrir áður en dagskráin fer á fullt.

Matseðill

Hádegismatur: Kjúklingaleggir, bakaðar kartöflur og sósa.

Kaffitími: Hjónabandssæla, smákökur og ávextir.

Kvöldmatur: Ítalskar kjötbollur með öllu viðeigandi

Kvöldhressing: Ávextir og kex.

12.júlí – Dagur 2

Drengirnir voru vaktir klukkan 9 í morgun með ljúfum tónum. Í dag bjóðum við upp á hefðbundna dagskrá að mestu leiti eins og t.d. báta, fótbolta, smíðaverkstæði, íþróttahús, frjálsaríþróttir og spil í Birkisal. Eftir hádegi munum við bjóða upp á fjallgöngu upp á Kambinn. Kamburinn er fjallið sem er beint á móti Vatnaskógi. Þrír starfsmenn munu fylgja strákunum á toppinn. Það verður fallegt á toppnum. Veðrið er eins og það er. Sól og rigning til skiptis og 14-16 stiga hiti. Theodór Freyr Hervarsson hefur verið að spá þessu veðri undanfarna daga. Ég mun heyra í honum á eftir og biðja hann um að laga þetta. Eftir kvöldvöku í kvöld verður svo DodgeBall keppni á milli borðanna.

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn, súrmjólk og hafragrautur.

Hádegismatur: Vínar Snitzel með laufkrydduðum kartöflum, fersku salati, kúskús salati, rauðkáli með gulum og grænum baunum og brúnni kraft sósa, ættuð úr Svarta skógi. Auk þess verður heimagert rabbabaramauk í boði.

Og fyrir grænmetis- og vegandrengi: Skógarmanna grænmetis Buff ásamt heitu grænmetis mauki og meðlæti.

(sem sagt hefðbundin sunnudagsmáltíð í Skóginum)

Kaffitími: SÓLU New York kökur, möndlukaka og nýbakaðar bollur með áleggi og ávextir.

Kvöldmatur: Kjúklinga- og grænmetispasta með sinnepssósu.

Kvöldhressing: Ávextir.

 

Starfsfólk flokksins

Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru þeir:

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

Fannar Logi Hannesson – Frjálsíþróttaforingi

Eiríkur Skúli Gústafsson – Bátaforingi

Jakob Viðar Sævarsson – Bátaforingi

Gunnar Hrafn Sveinsson – Ævintýraforingi

Ísak Jón Einarsson – Birkiskálaforingi

Davíð Guðmundsson – Innileikjaforingi

Benedikt Guðmundsson – Knattspyrnuforingi

Friðrik Páll Ragnarsson Schram – Alhliðaforingi

Pétur Bjarni – Útileikjaforingi

Eldhúsi og þrifum í Vatnaskógi stýrir Hreiðar Örn Zoega Stefánsson. Honum til aðstoðar eru, Birna Júlía Björnsdóttir, Þráinn Andreuson, Andrea Rut Halldórsdóttir og Sverrir Hákon Marteinsson.

Þess utan eru ungir aðstoðarforingjar á svæðinu, framtíðarleiðtogar í starfi KFUM og KFUK, sem koma sem sjálfboðaliðar og fara í allskonar verkefni á svæðinu, hvort sem það er aðstoð í gönguferðum, uppvask, smíðar, frágangur og tiltekt á svæðinu eða skipulaggning leikja undir umsjón foringja. Aðstoðarforingjar þessa vikuna eru þeir Sindri, Daníel og Tómas.

Þá er Þórir Sigurðsson í flokknum og kemur hann að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði.

Ef það eru einhverjar spurningar þá er símatími forstöðumanns á milli 11 og 12 alla daga. Inn á þessa síðu munu svo koma myndir úr flokknum.

Meira síðar!

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

108132698_596483061007782_5583056741891959382_n