13.júlí – Dagur 3
Þriðji dagur flokksins og óhætt að segja að það var pökkuð dagskrá. Bátar, smíðaverkstæði, hástökk, knattspyrna, íþróttahús, spil í birkisal, listakeppni og margt fleira. Á kvöldvökunni var leikrit, framhaldssaga, söngur og að auki hæfileikasýning. Á hæfileikasýningunni gátu þeir sem vildu sýnt hvaða þá hæfileika sem þeir kunna að búa yfir eins og t.d. söngur, hljóðfæraleikur, leikrit, brandari eða eitthvað annað. Við kveiktum á heitupottunum í dag og er óhætt að segja að það hafi vakið mikla lukku hjá drengjunum. Eftir kvöldkaffi var svo æsispennandi leikur sem kallast „Vatnaskógur Escape“. Eltingaleikur á hærra plani.
Matseðill
Morgunmatur: Morgunkorn, súrmjólk og Hafragrautur
Hádegismatur: Lambapottréttur, bakaðar kartöflur og salat.
Kaffitími: Súkkulaðikaka og nýbökuð bolla með áleggi.
Kvöldmatur: Vatnaskógar ávaxtasúrmjólk.
Kvöldhressing: Ávextir og kex.
14.júlí – Dagur 4
Það er stór dagur framundan í Vatnaskógi í dag. Eftir hádegi kemur skemmtigarðurinn í Vatnaskóg með Bubblebolta og Lazer Tag. Bubbleboltinn verður út á stóra fótboltavelli og Lazer Tag verður inn í skógi. Mjög spennandi. Eftir Kaffitímann munum við allir fara í gönguferð sem endar í sundi á Hlöðum í Hvalfirði. Það stefnir í hefbundna dagskrá eftir kvöldmat en eftir kvöldhressingu verður Brennómót inni í íþróttasal. Það verður keppni milli borða. Þegar borðið þitt er dottið úr leik þá má fara að sofa. Það gæti ringt á okkur í dag en Theodór Freyr Hervarsson, fremsti veðurfræðingur okkar Íslendinga, sagði mér að það yrði í lágmarki. Þar sem það er mikið að gera í dag ætlum við að sofa aðeins lengur á morgun, hlaða batteríin fyrir Veisludaginn.
Matseðill
Morgunmatur: Morgunkorn, súrmjólk og hafragrautur.
Hádegismatur: Gufusoðinn gæða eldislax, með gufusoðnum kartöflum og grænmeti.
-Vegan og grænkerar fengu Wok ristað grænmeti með soja brösuðu Oumph Vegan með kornflexhjúp.
Kaffitími: Bananabrauð og tebollur + ávextir.
Kvöldmatur: Grillaðar pylsur. Grænkerear fá grænmetispylsur
Kvöldhressing: Ávextir og kex.
Nýjar myndir komnar inn.
Hreinn Pálsson – Forstöðumaður