Í dag er veisludagur og því munum við gera vel við okkur í mat og dagskrá. Í dag verður boðið upp á vatnafjör og heita potta. Einnig verður almenn dagskrá í boði. Eftir kaffi munum við foringjar skora á drengina í fótboltaleik. Þessir strákar sem eru núna í flokknum eru mjög góðir í fótbolta þannig til þess að tryggja að við foringjar vinnum leikinn alveg örugglega höfum við kallað í liðsauka úr íslenska landsliðinu í fótbolta. Mjög spennandi.

Í kvöld er svo Veislukvöldvaka með öllu því besta sem kvökdvökur hafa uppá að bjóða. Eftir kvöldkaffi munum við svo kveikja á poppvélinni góðu og setja góða spólu í tækið.

MATSEÐILL Á VEISLUDEGI

MENU (franskt orð)

Morgunmatur: Heitt súkkulaði, brauð með áleggi ( Ostur, spægipylsa, Skinka, Smurostar, Mysingur og sultur)

Hádegismatur: Svikinn Héri (kjöthleifur kjötiðnaðarmeistarans) ásamt kartöfflumús, salati og villisveppasósu.

Grænkerar: Sérlagaður Ekki kjöthleifur

Kaffi:                     Kryddbrauð og Hjónaband-Sæla

Kvöldmatur:      Steiktir hamborgarar með ýmsu góðgæti.

BON APPETIT (annað franskt orð)

Nýjar myndir koma inn reglulega.

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

108132698_596483061007782_5583056741891959382_n