Dagur 4 gekk (að mestu leyti) brösulaust fyrir sig. Yndislegt veður í alla staði, næstum alveg logn og sól allan daginn. Eftir morgunmat, fánahyllingu og morgunstund keyrðum við í gang fullt af skemmtilegri dagskrá. Bátarnir opnuðu og það var í boði að veiða, sem einhverjir nýttu sér. Á sama tíma var víðavangshlaupið sem er partur af frjálsíþróttakeppnini. Þá er hlaupinn hringurinn í kringum vatnið og þurfa börnin að vaða yfir ósa vatnsins, mikið sport og rosa gaman.

Eftir hádegismat var svo „loksins“ í boði að hoppa útí vatnið og vaða. Meira en hálfur flokkurinn fór að einhverju leiti útí vatnið, sem er frekar kalt. En við buðum uppá heitu pottana í beinu framhaldi sem var mjög vinsælt. Núna er fótboltamótið búið en það var æsispennandi á lokametrunum. Talandi um æsispennandi, þá var ég með jafnvægiskeppni. Já ég veit, ég er með skrýtnar keppnir, en það eru skemmtilegustu keppnirnar. Þau áttu ss að halda, með einum eða tveim puttum, á billjardarkjuða beint uppí loftið og halda á honum jafnvægi í sem lengstan tíma. Allir að prófa! Hægt að nota skóhorn eða kústskaft. Metið hér var akkúratt 4 mínútur en flestir voru undir 20 sek.

Til þess að nýta góða veðrið enn betur, hentum við í pulsupartý í portinu fyrir framan Birkiskála um kvöldið. Eftir matinn var hægt að koma til mín í kubb, fara í pógó eða reyna að vinna Benjamín í skák. Það myndaðist líka mjög skemmtileg stemning á planinu fyrir framan íþróttahúsið, þar sem nokkrir strákar voru að spila körfubolta og stinger í rúmar tvær klukkustundir.

Mjög skemmtileg kvöldvaka um kvöldið, þegar hún var búin fengu þau óvæntan glaðning. Það var bíókvöld með öllu tilheyrandi, popp og svefnpokar útum allt. Þau voru mjög þreytt eftir myndina og var lítið mál að svæfa hópinn þetta kvöldið. Við leyfðum þeim svo að sofa aðeins lengur í dag (þri) eða til kl 9:00. Þau þurfa nefnilega að vera útkvíld fyrir veisludaginn sem er í dag.

Eftir kaffi í dag (þri) verður foringjaleikurinn, þar sem fótboltaáhugakrakkar, fá að spila við foringjalið þessarar viku, sem er ósigrað fram að þessu. Akkúratt þetta foringjalið hefur reyndar aldrei spilað saman, en það er auka atriði. Svo gera sig allir fína og borða saman dýrindis hamborgar. Þá tekur við veilsukvöldvakan, þar sem keppt verður í biblíuspuringakeppni milli borða, fullt af leikritum frá foringjunum, verðlaunaafhending og svo sýnum við Sjónvarp Lindarrjóður.

Sem sagt brjáluð dagskrá í dag, og á morgun líka, svo þið fáið heim til ykkar vel þreytta krakka. Bara smá heads up.

Vonum að allt gagni vel, svona seinast heila daginn. Rútan kemur svo á Holtaveg 28 á morgun (mið) kl 17:00.

Kveðja Gríma Katrín