23.júlí – Dagur 1

Í gær komu 84 drengir í Vatnaskóg. Það var gott veður en mjög mikill vindur. Það stefnir í mikla Norðaustanátt út vikuna, vonum auðvitað að það verði ekki. Þegar að drengirnir komu hingað byrjuðu þeir á því að velja sér borð í matskálanum til þess að sitja við, borð 1 til 6. Við hvert borð er borðforingi sem annast drengina og hefur gott eftirlit með þeim. Það var boðið upp á hefðbundna dagskrá fyrsta daginn. Smíðaverkstæði, íþróttahús, frjálsaríþróttir, leikir, spil og margt fleira. Við verðum að bíða eftir að vindinn lagi til þess að opna bátana. Við enduðum daginn á kvöldvöku. Á kvöldvökum er sungið, farið í leiki, leikrit, hugleiðing og framhaldssaga.

Matseðill

Hádegismatur: Kjötbollur, kartöflumús, sósa og salat.

Kaffitími: Kryddbrauð og Bleik glassúrkaka.

Kvöldmatur: Vatnaskógar ávaxtasúrmjólk og brauð með áleggi.

Kvöldhressing: Ávextir og kex.

24.júlí – Dagur 2

Drengirnir voru vaktir klukkan 8:30 í morgun með ljúfum tónum. Í dag bjóðum við upp á hefðbundna dagskrá að mestu leiti eins og t.d. báta, fótbolta, smíðaverkstæði, íþróttahús, frjálsaríþróttir og spil í Birkisal. Eftir hádegi munum við bjóða upp á vatnafjör. Veðrið er eins og það er. Sól, hvasst og  14-16 stiga hiti. Theodór Freyr Hervarsson hefur verið að spá þessu veðri undanfarna daga. Ég mun heyra í honum á eftir og biðja hann um að laga þetta. Við munum svo enda daginn á Vatnaskógarkvöldvöku.

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn, súrmjólk og ávaxtasúrmjólk.

Hádegismatur: Ýsubitar, kartöflur, salat og sósur.

Kaffitími: Jógúrtkaka, kanilsnúðar og kókosbollur.

Kvöldmatur: Vatnaskógarpasta og nýbakað hvítlauksbrauð.

Kvöldhressing: Ávextir og kex.

 

Starfsfólk flokksins

Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru þeir:

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

Eiríkur Skúli Gústafsson – Bátaforingi

Jakob Viðar Sævarsson – Bátaforingi

Ísak Jón Einarsson – Frálsíþróttaforingi

Davíð Guðmundsson – Innileikjaforingi

Pétur Bjarni – Knattspyrnuforingi

Pétur Sigurðsson – Alhliðaforingi

Áslákur Ingvarsson – Útileikjaforingi

Sigurður Pétursson – Birkiskálaforingi

Eldhúsi og þrifum í Vatnaskógi stýrir Ingibjörg Lóreley Zimsen Friðriksdóttir. Henni til aðstoðar eru, Harpa Vilborg R. Schram, Gunnhildur Einarsdóttir, Sara Lind Sveinsdóttir og Eva Sigurðardóttir.

Þess utan eru ungir aðstoðarforingjar á svæðinu, framtíðarleiðtogar í starfi KFUM og KFUK, sem koma sem sjálfboðaliðar og fara í allskonar verkefni á svæðinu, hvort sem það er aðstoð í gönguferðum, uppvask, smíðar, frágangur og tiltekt á svæðinu eða skipulaggning leikja undir umsjón foringja. Aðstoðarforingjar þessa vikuna eru þeir Jakob, Guðmundur og Hálfdán.

Þá eru þeir Þórir Sigurðsson, Ástráður Sigurðsson og Gunnar Hrafn Sveinsson í flokknum og koma þeir að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði.

Ef það eru einhverjar spurningar þá er símatími forstöðumanns á milli 11 og 12 alla daga. Inn á þessa síðu munu svo koma myndir úr flokknum.

Meira síðar!

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

111217997_221879352325684_7769243413186047159_n