Þriðji dagur flokksins er gengin í garð og óhætt að segja að það er pökkuð dagskrá framundan. Bátar, smíðaverkstæði, hástökk, knattspyrna, íþróttahús, spil í birkisal, listakeppni og margt fleira. Drengirnir eru duglegir að finna sér eitthvað að gera í frjálsatímanum og það er gott, flottur hópur. Á kvöldvökunni í kvöld verður leikrit, framhaldssaga, söngur og að auki hæfileikasýning. Á hæfileikasýningunni geta þeir sem vilja sýnt hvaða þá hæfileika sem þeir kunna að búa yfir eins og t.d. söngur, hljóðfæraleikur, leikrit, brandari eða eitthvað annað. Veðrið er svipað í dag og í gær. Sól, 14 stiga hiti og hvasst. Við kveiktum á heitupottunum í gær og er óhætt að segja að það hafi vakið mikla lukku hjá drengjunum, þeir verða opnir áfram í dag.

Matseðill

Morgunmatur: Rjómalagað kakó og brauð með áleggi.

Hádegismatur: Lasagna, salat og hvítlauksbrauð.

Kaffitími: Sjónvarpskaka, tebollur og döðlubrauð.

Kvöldmatur: Grillaðar pylsur!

Kvöldhressing: Ávextir og kex.

Nýjar myndir koma inn reglulega.

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

111217997_221879352325684_7769243413186047159_n