Það gengur vel hér hjá okkur í Vatnaskógi. Strákarnir eru duglegir að leika sér og borða vel og mikið í matartímunum, það er gott. Þetta er fjórði dagurinn okkar hér og enn og aftur er mjög hvasst, ekkert bátaveður. Við höfum samt sem áður fengið nóg og ætlum að opna bátana og leyfa strákunum að reyna. Þeir munu sennilega ekki komast langt og reka svo bara upp í fjöru. Drengirnir verða samt sáttir við að hafa fengið að prófa að fara út á bát. Tek það fram að þessi dagskráliður verður vel vaktaður af Vaktaranum og fleir starfsmönnum Vatnaskógar, gætum fyllsta öryggis auðvitað. Annars er hefðbundin dagskrá í boði eins og t.d. brassi inn í íþróttahúsi, billjard, borðtennis og þythokký, spil og listakeppni í Birkiskála, frjálsar íþróttir og svínadalsdeildin í knattspyrnu. Í kvöld er svo Vatnaskógar kvöldvaka þar sem við munum heyra framhaldssöguna, sjá leikrit og syngja söngva og heyra hugleiðingu.

Á morgun er svo Veisludagurinn, síðasti heili dagurinn í þessum flokki, og hann verður haldin hátíðlegur en við munum gera vel við okkur í mat og dagskrá. Ekki spurning.

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk.

Hádegismatur: Kjúklingaleggir, franskar, sósa og salat.

Kaffitími: Skúffukaka, Bollur með áleggi og kanillengjur.

Kvöldmatur: Rjómalöguð súpa og nýbakað brauð+álegg.

Kvöldhressing: Ávextir og kex.

Nýjar myndir komnar inn.

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

111217997_221879352325684_7769243413186047159_n