Í dag er veisludagur hér hjá okkur í Vatnaskógi. Á veisludegi er alltaf nóg að gera og eru hápunktar dagsins yfirleitt tveir. Annars vegar er það fótboltaleikurinn milli drengja og foringja og svo hins vegar veislukvöldvakan en á henni sjáum við þrjú leikrit, heyrum lokin á framhaldssögunni, afhendum drengjunum bikara fyrir afrek þeirra, sjáum sjónvarp Lindarrjóður og margt fleira.

Matseðill 

Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk.

Hádegismatur: Skyr og nýbakað brauð með áleggi

Kaffitími: Vatanskógar sjónvarpskaka, súkkulaðibitakökur og kryddbrauð.

Kvöldmatur: Vínar Snitzel með brúnni sósu, bökuðum kartöflum, salati, maís og grænum baunum, rauðkál og gos baukur frá ölgerðinni.

Kvöldhressing: Ávextir og kex.

28.júlí – Brottfarardagur

Að lokum.

Það er að koma að lokum hér hjá okkur í 9.flokki. Þetta er búið að vera frábær flokkur, skemmtilegir drengir.

Eftir hádegismat förum við að pakka. Því næst förum við í hópleiki og svo er lokasamvera í Gamla skála. Líklegt er að við getum boðið upp á báta, vonum það besta!

Kaffitími er klukkan 15:00 og brottför frá Vatnaskógi klukkan 16:00. Áætluð koma í bæinn er klukkan 17:00.

Þau ykkar sem sækja sína drengi eru vinsamlegast beðin um að vera mætt í síðastalagi klukkan 15:30 í Vatnaskóg.

Matseðill

Morgunmatur: Rjómalagað kakó og brauð með áleggi.

Hádegismatur: Vatnaskógar Pizza.

Kaffitími: Súkkulaðikleinuhringir og ís.

 

Nýjar myndir eru komnar inn.

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

111217997_221879352325684_7769243413186047159_n