Vegna Covid19 faraldursins biðjum við alla þá sem ætla að sækja drengina sína í Vatnaskóg að keyra ekki lengra heldur en að malbikaða bílastæðinu fyrir ofan Matskálann í Vatnaskógi.
Vinsamlegast ekki keyra alveg niður á svæðið. Við viljum minnka umferð á svæðinu.
Við komum til ykkar, drengirnir koma til ykkar.
Þið getið hringt í Vatnaskógarsímanúmerið 433 8559 og látið vita að þið séuð komin.
Með fyrirfram þökk,
Hreinn Pálsson – Forstöðumaður