Í gær komu um 70 unglingar í Vatnaskóg, strákar og stelpur. Þau munu njóta þess að vera hér í Vatnaskógi í sex daga. Fyrsti dagurinn var með hefðbundnu sniði. Bátar, smíðaverkstæði, íþróttahús, frjálsaríþróttir, knattspyrna, listakeppni og margt fleira. Við fengum Vatnaskógarpizzur í hádegismatinn. Í kaffitímanum var yogúrtkaka og döðlubrauð og í kvöldmatinn var Tortilla með öllu tilheyrandi. Það hefur gengið vel hingað til en þó kom upp eitt sérstakt atvik. Það var drengur sem kunni ekki að setja lak á rúmið sitt og þurfti aðstoð foringja við að setja það á, það þótti okkur miður. Þetta er ótrúlega flottur hópur sem er hérna. Þau eru dugleg að finna sér eitthvað að gera og að kynnast hvert öðru, það er gott. Það er mikil og spennandi dagskrá framundan í flokknum, sérstaklega á kvöldin. Í dag verður boðið upp á fjallgöngu á Kambinn en það er fjallið sem er beint á móti Vatnaskógi. Myndir úr flokknum munu koma inn á linkinn hér að neðan, við reynum að vera dugleg í að setja þær inn jafnóðum.
Matseðill 5.ágúst 2020
Morgunmatur: Morgunkorn og Súrmjólk.
Hádegismatur: VínarSnitzel með bökuðum kartöflum, brúnni sósu og salati.
Kaffitími: Eplakaka, kanilsnúðar og HLUNKAKÖKUR.
Kvöldmatur: Kjúklingapasta og hvítlauksbrauð.
Kvöldhressing: Ávextir og kex, einnig afgangar úr kaffitímanum.
Starfsfólk
Hér í unglingaflokki erum við með úrvalslið foringja sem annast dagskrá og umönnun unglinganna en það eru þau Gríma Katrín Ólafsdóttir, Jakob Viðar Sævarsson, Hjalti Jóel Magnússon, Þórdís Hafþórsdóttir, Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, Andrea Rut Halldórsdóttir, Mirra Kristín Ólafsdóttir og Þráinn Andreuson. Þeim til halds og trausts eru forstöðumennirnir Gunnar Hrafn Sveinsson og Hreinn Pálsson.
Eldhúsi og þrifum stýrir Ingibjörgu Lóreley Zimsen Friðriksdóttir en henni til aðstoðar eru þau María Rut Arnarsdóttir, Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir, Ísak Jón Einarsson og Davíð Guðmundsson.
Svo eru þeir Dagur Adam Ólafsson og Þórir Sigurðsson staðarráðsmenn í Vatnaskógi og sjá um almennt viðhald á staðnum og sinna ýmsum öðrum mikilvægum verkefnum.
Meira síðar!
Hreinn Pálsson – Forstöðumaður