Við byrjuðum daginn klukkan 9:00 á ljúfum tónum. Veðrið er gott en það eru grá ský fyrir ofan Kambinn, vonum að þau komi ekki yfir Vatnaskóg. Eftir kvöldvöku í gær fórum við í stórskemmtilegan leik sem heitir Vatnaskógur Escape en leikurinn er ratleikur með smá twisti. Þátttakendur eiga leysa þrautir á nokkrum stöðum án þess að gæslumennirnir nái að klukka þá. Ef að gæslumaður nær að klukka þig þá ertu úr leik, GAME OVER! Aftur á móti ef þú nærð að leysa allar þrautirnar og komast í endamark án þess að vera náð þá vinnur þú. Unglingarnir voru mjög ánægð með leikinn.
Það er spennandi dagskrá í dag og hópurinn er að ná mjög vel saman, það er frábært.
Matseðill
Morgunmatur: Rjómalagað kakó og brauð með áleggi.
Hádegismatur: Lasagna, salat og hvítlauksbrauð.
Kaffitími: Bleik skúffukaka með bláu kremi, kókosbollur og bananabrauð.
Kvöldmatur: Glæsilegur Vatnaskógar Kjúklingaréttur.
Kvöldhressing: Ávextir og kex.
Nýjar myndir koma inn reglulega.
Hreinn Pálsson – Forstöðumaður