Í dag er veisludagur hér í Vatnaskógi. Við munum gera vel við okkur í mat og dagskrá. Það er hefðbundin veisludagsdagskrá í boði í dag. Þá ber helst að nefna foringjaleikinn í knattspyrnu og veislukvöldvökuna. Þetta eru stóru dagskráliðirnir í dag. Á kvöldvökunni munu úrslit ráðast í keppninni um frjálsíþróttamann flokksins og biblíubikarinn, án efa tveir stærstu titlarnir í boði í flokknum.

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk.

Hádegismatur: Vatnaskógarsúpa og brauð með áleggi.

Kaffitími: Tebollur, gerbollur og sjónvarpskaka.

Kvöldmatur: Hægeldað lambalæri með brúnni sósu, bökuðum kartöflum, gulum, grænum, rauðkáli og salati.

Kvöldhressing: Ávextir og kex.

Þetta er búið að vera frábær flokkur, yndislegir unglingar og frábært starfsfólk.

Aðeins um brottfarardaginn. Það eru brottför frá Vatnaskógi beint eftir kaffitíma eða klukkan 16:00. Áætluð koma í bæinn er 17:00 að Holtavegi 28. Þeir sem ætla að sækja þátttakanda eru vinsamlegast beðnir um að láta vita í síma 433-8959 og stoppa bílinn fyrir ofan matskálann, ekki keyra niður á svæðið. Börnin koma til ykkar, við erum að reyna að minnka umferð á Covid tímum.

Nýjar myndir eru komnar inn.

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

116907682_978037806010500_6453744836842326731_n