Í dag komu um 100 drengir í Vatnaskóg. Það var gott veður og sól fyrri part dags en smá rigning seinni partinn. Það stefnir í fjölbreytt veður í flokknum og það er gott. Þegar að drengirnir komu hingað byrjuðu þeir á því að velja sér borð í matskálanum til þess að sitja við, borð 1 til 7. Við hvert borð er borðforingi sem annast drengina og hefur gott eftirlit með þeim. Það var boðið upp á hefðbundna dagskrá fyrsta daginn. Smíðaverkstæði, báta, íþróttahús, frjálsaríþróttir, leiki, spil og margt fleira. Við endum daginn á kvöldvöku. Á kvöldvökum er sungið, farið í leiki, leikrit, hugleiðing og framhaldssaga.

Matseðill

Hádegismatur: Kjötbollur, kartöflumús, sósa og salat.

Kaffitími: Jógúrtkaka og bananbrauð.

Kvöldmatur: Pylsupasta og hvítlauksbrauð

Kvöldhressing: Ávextir og kex.

Starfsfólk flokksins

Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru þeir:

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

Eiríkur Skúli Gústafsson – Bátaforingi

Fannar Logi Hannesson – Bátaforingi

Benedikt Guðmundsson – Frálsíþróttaforingi

Áslákur Ingvarsson– Innileikjaforingi

Gunnar Hrafn Sveinsson – Knattspyrnuforingi

Hjalti Jóel Magnússon – Alhliðaforingi

Ísak Jón Einarsson – Útileikjaforingi

Þráinn Andreuson – Birkiskálaforingi

Eldhúsi og þrifum í Vatnaskógi stýrir Ingibjörg Lóreley Zimsen Friðriksdóttir. Henni til aðstoðar eru, Viktoría Ásgeirsdóttir, Gríma Katrín Ólafsdóttir, Kristrún Lilja Gísladóttir og Kristrún Guðmundsdóttir.

Þess utan eru ungir aðstoðarforingjar á svæðinu, framtíðarleiðtogar í starfi KFUM og KFUK, sem koma sem sjálfboðaliðar og fara í allskonar verkefni á svæðinu, hvort sem það er aðstoð í gönguferðum, uppvask, smíðar, frágangur og tiltekt á svæðinu eða skipulaggning leikja undir umsjón foringja. Við erum með fordæmalaust mikið magn af aðstoðarforingjum þessa vikuna en þeir heita Dwalin, Balin, Kili, Fili, Dori, Nori, Ori, Oin, Gloin, Bifur, Bofur, Bombur og Thorin. Nei bara grín, þetta eru persónur úr Hobbitanum. Þeir heita Baldvin, Hermann, Sigurjón, Jónas, Guðjón, Markús, Kristján, Örnólfur og Nói.

Þá er Þórir Sigurðsson í flokknum og sinnir hann daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði.

Ef það eru einhverjar spurningar þá er símatími forstöðumanns á milli 11 og 12 alla daga. Inn á þessa síðu munu svo koma myndir úr flokknum.

Meira síðar!

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

117314829_330917514951861_2304307411667013074_n