Drengirnir voru vaktir klukkan 8:30 í morgun með ljúfum tónum. Í dag bjóðum við upp á hefðbundna dagskrá að mestu leiti eins og t.d. báta, fótbolta, smíðaverkstæði, íþróttahús, frjálsaríþróttir og spil í Birkisal. Eftir hádegi munum við bjóða upp á mótorbátsferðir. Veðrið er eins og það er. Rigning, logn og  10-12 stiga hiti. Theodór Freyr Hervarsson hefur verið að spá þessu veðri undanfarna daga. Ég mun heyra í honum á eftir og biðja hann um að laga þetta. Við munum svo enda daginn á Vatnaskógarkvöldvöku.

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn, súrmjólk og ávaxtasúrmjólk.

Hádegismatur: Ýsubitar, bakaðar kartöflur, kokteilsósa og salat.

Kaffitími: Gerbollur, súkkulaðikaka og HLUNKAKÖKUR

Kvöldmatur: Grillaðar pylsur!

Kvöldhressing: Ávextir og kex.

Nýjar myndir koma inn reglulega.

Hreinn Pálsson – forstöðumaður

117314829_330917514951861_2304307411667013074_n