Í dag er veisludagur hér hjá okkur í Vatnaskógi. Á veisludegi er alltaf nóg að gera og eru hápunktar dagsins yfirleitt tveir. Annars vegar er það fótboltaleikurinn milli drengja og foringja og svo hins vegar veislukvöldvakan en á henni sjáum við þrjú leikrit, heyrum lokin á framhaldssögunni, afhendum drengjunum bikara fyrir afrek þeirra, sjáum sjónvarp Lindarrjóður og margt fleira.

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk.

Hádegismatur: Skyr og nýbakað brauð með áleggi.

Kaffitími: Pizzasnúðar, kókoskaka og kryddbrauð.

Kvöldmatur: VínarSnitzel með bökuðum kartöflum, brúnni sósu, gulum, grænum, rauðkáli og salati.

Kvöldhressing: Ávextir og kex.

Nýjar myndir komnar inn.

Hreinn Pálsson – forstöðumaður

117314829_330917514951861_2304307411667013074_n