Skógarmenn KFUM bjóða uppá Feðgaflokk III í Vatnaskógi 2.- 4.  október.

Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu þá komast færri í feðgaflokka nú en áður en þess í stað eru fleiri flokkar í boði. Feðgaflokkur III verður því í boði dagana 2. til 4. október.

Á dagskrá verða íþróttir, gönguferðir, kvöldvökur, fræðslustundir og margt fleira.

Verð og skráning:

Mæting á staðinn

Gert er ráð fyrir að gestir komi á milli kl. 18:00 og 19:00 og velji sér herbergi þegar þeir koma á staðinn, starfsmenn geta aðstoðað.

Rúta

Ef menn óska eftir að fá far með rútu þá þarf að panta sérstaklega á Skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588-8899. Verð er kr. 4.000.-

Brottför með rútu er föstudaginn kl. 17:30 frá Holtavegi 28, 104 Reykjavík og síðan frá Vatnaskógi í lok flokks á sunnudeginum.

Dagskráin hefst með kvöldverði kl. 19:00 og lýkur eftir hádegi á sunnudeginum.

Drög að dagskrá

Föstudagur
19:00 Kvöldverður
19:40 Hópleikir – Gönguferð – Íþróttir – Íþróttahús
21:15 Kvöldvaka
Bænastund í kapellu – kvöldhressing í matsal

Laugardagur
8:30 Vakið
9:00 Fánahylling og morgunverður
9:30 Biblíulestur
10:00 Fræðsla fyrir feður
10:00 Dagskrá fyrir drengi í íþróttahúsi
11:15 Íþróttahúsið leikir
12:00 Hádegisverður
Íþróttir – Bátar og vatnafjör– Íþróttahúsið – Útileikir
15:30 Kaffitími
16:00 Frjáls tími – Hermannaleikur – Smiðjan – Heitir pottar – Stórleikur í knattspyrnu – íþróttir
19:30 Hátíðarkvöldverður
21:00 Hátíðarkvöldvaka –
Bænastund í kapellu  –  Kvöldkaffi – Pabbaspjall í Birkiskála

Sunnudagur

9:00 Vakið
9:30 Fánahylling og morgunverður
10:00 Skógarmannaguðsþjónusta
11:00 Frjáls tími- – Knattspyrna – Bátar – Smiðjan – Íþróttahús
13:00 Hádegisverður / Lokastund
Heimferð

Sóttvarnir

Eins og öllum er kunnugt þá er mikilvægt að sinna sóttvörnum við þær aðstæður sem nú eru.

Við munum kappkosta að viðhalda þeim reglum sem settar hafa verið.

Viðhöldum tveggja metra reglunni (höfum meðal annars færri í flokknum), pössum handþvottinn og gætum okkar.

Þrátt fyrir að skipulag flokksins sé að mestu óbreytt þá munu einhverjir dagskrárliðir taka mið af sóttvörnum.

Mikilvægt að ef menn finna fyrir einkennum v. covid-19 eins og venjulega flensu sjá nánar á – https://www.covid.is/flokkar/smit að koma ekki.

Nauðsynlegur farangur 

Sæng eða svefnpoki,  föt til skiptanna, íþróttaskó til notkunar í íþróttahúsi og annað sem þið teljið nauðsynlegt.

Einnig er gott að hafa sundföt með í för en heitu pottarnir heilla marga.