Dagana 4. – 6. sept. verður karlaflokkur í Vatnaskógi, flokkurinn er ætlaður karlmönnum á aldrinum 18-99 ára er markmiðið að styrkja líkama, sál og anda. Líkaminn er styrktur með þátttöku í íþróttum, gönguferðum og vinnu fyrir Vatnaskóg.

Andinn og sálin eru styrkt með erindum, biblíufræðslu, bænastundum, kvöldvöku og guðsþjónustu.

Verð er kr. 13.800

Hægt er að ganga frá skráningu með því að smella hérna https://www.sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1545
eða í síma 588-8899.

ATH:
Vatnaskógur mun huga sérstaklega að sóttvörum, gæta að fjarlægðarmörkum, vera með spritt, sápur og annan sóttvarnarbúnað vel aðgengilegan.

Föstudagur 4. september

15:30 Golfmót „VATNASKÓGUR OPEN“ Brautarholtsvelli (fyrir þá sem vilja).

  • Umsjón: Ársæll Aðalbergsson

19:00 Léttur kvöldverður

20:00 Erindi: „Við og hinir“

  • Vesturlönd og restin af heiminum, hvítir og litaðir, kristnir og múslimar, innfæddir og innflytjendur
  • Dr. Hjalti Hugason prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ

21:30 Frjáls tími

22:00 Kvöldhressing

22:30 Guðsorð fyrir svefninn

23:00 Bænastund í kapellu

23:30 Gengið til náða

Laugardagur 5. september

08:00 Vakið

08:20 Morgunteygjur og fánahylling

08:30 Morgunmatur

09:00 Biblíufræðsla: „Allir séu þeir eitt“ Jóh. 17:21

  • Sr. Jón Ómar Gunnarsson prestur í Fella- og Hólakirkju

10:00 Vinna fyrir Vatnaskóg

11:00 „Ellefukaffi“

12:00 Matur

12:30 Höllun

13:00 Vinna fyrir Vatnaskóg

15:30 Kaffi

16:00 Fótboltaleikur á íþróttavelli, slökun í heitu pottunum, veiði á vatninu ofl.

19:00 Hátíðarkvöldverður

20:30 Hátíðarkvöldvaka

  • Umsjón: Sigurður Grétar Sigurðsson
  • Tónlistaatriði: Ingi Gunnar Jóhannsson

22:30 Kvöldkaffi

23:15 Bænastund í kapellu

Sunnudagur 6. september

09:00 Vakið

09:20 Morgunteygjur og fánahylling

09:30 Morgunmatur

10:30 Ekið til kirkju

11:00 Guðsþjónusta í Leirárkirkju

  • Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir prestur hjá Garða- og Saurbæjarprestakalli

12:30 Matur

13:15 Heimför

* Á föstudeginum er í boði golfmót fyrir áhugasama. Leiknar verða 9 holur á Golfvelli GBR, Brautarholti sjá https://gbr.is/?lang=is.

Tilkynna þarf sérstaklega ef menn hyggjast taka þátt í mótinu hjá: arsaell@kfum.is eða í síma 899-7746. Vallargjald kr. 4.000.- greiðist á staðnum.

Vinna í þágu Vatnaskógar – dæmi um verkefni listinn mun eflaust breytast:

  1. Smíði áhorfendapalla bak við Birkiskála
  2. Skanna sliedesmyndasafn Vatnaskógar
  3. Klæða hitakassa við Lerkiskála
  4. Klippa marg-toppa grenitré
  5. Smíða færanlega skjólgirðingu úr gamalli girðingu við Matskála og koma fyrir á Vesturflöt?
  6. Bera kurl á stíga að nýrri flöt?
  7. Skógræktarverkefni, grisja, planta, snyrta,
  8. Klippa greinar frá slóða ofan íþróttasvæðis
  9. Reyta gras frá trjágróðri á Vesturflöt og bera kurl að honum?
  10. Höggva eldivið
  11. Tína rusl
  12. Bera á kringlukastsbúr
  13. Mála gólf efri hæðar bátaskýlis
  14. Hreinsa og gera við þakrennur
  15. Tæma vatnslögn að vesturenda íþróttasvæðis
  16. Frágangur tiltekt við bryggju og Bátaskýli
  17. Tiltek og þrif í Gamla skála
  18. Og fleiri verkefni munu verða í boði.