Sólin skín á okkur í dag í Vatnaskógi. Drengirnir voru vaktir klukkan 8:30 í morgun með ljúfum tónum. Eftir morgunmat var morgunstund og svo biblíulestur.

Í dag verður boðið upp á báta, smíðaverkstæði, langstökk, fótbolta, heita potta, íþróttahúsið og margt fleira.

Á kvöldin eru kvöldvökur en á þeim syngjum við, förum í leiki, sjáum leikrit, heyrum framhaldssögu og hugleiðingu. Það er alltaf mikið fjör á kvöldvökum.

Matseðill

Morgunmatur: Kakó, brauð og álegg

Hádegismatur: Steiktur fiskur, kartöflur og grænmeti

Kaffitími: Snúðar með glassúr, Vatnaskógar kaka og ávextir

Kvöldmatur: Ávaxtasúrmjólk með nýbökuðu brauði og viðeigandi áleggi

Kvöldhressing: Kex og Ávextir

Nýjar myndir komnar inn!

Hreinn Pálsson – forstöðumaður

Vatnaskógur 3.flokkur