Þriðji dagur flokksins er gengin í garð og óhætt að segja að það er pökkuð dagskrá framundan. Bátar, smíðaverkstæði, hástökk, knattspyrna, íþróttahús, spil í birkisal, listakeppni og margt fleira. Á kvöldvökunni í kvöld verður leikrit, framhaldssaga, söngur og að auki hæfileikasýning. Á hæfileikasýningunni geta þeir sem vilja sýnt hvaða þá hæfileika sem þeir kunna að búa yfir eins og t.d. söngur, hljóðfæraleikur, leikrit, brandari eða eitthvað annað. Það er skýjað í dag, logn og þurrt. Við höfum áfram kveikt á heitupottunum í dag, óhætt að segja að það hafi vakið mikla lukku hjá drengjunum að kíkja í pottinn.

Einnig munum við bjóða upp á víðavangshlaup í dag en í því hlaupi er hlaupið hringinn í kringum vatnið, 4,2 km. Þetta er alltaf vinsæll dagskráliður.

Merkilegur atburður átti sér stað í morgun, þegar drengirnir vöknuðu voru þeir allir orðnir að Skógarmönnum en það gerist þegar einstaklingur hefur dvalið tvær nætur í Vatnaskógi. Þar með eru þeir komnir í hóp tugþúsunda Íslendinga sem geta kallað sig Skógarmenn.

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk.

Hádegismatur: Lambagúllas í brúnnisósu, kartöflumús og grænmeti.

Kaffitími: Hjónabandssæla, brauðbollur og ávextir.

Kvöldmatur: Kjúklingaleggir, kartöflur, sósa og grænmeti.

Kvöldhressing: Mjólkurkex, pólókex, mjólk og vatn.

Nýjar myndir eru komnar inn, við bætum svo við reglulega.

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

Vatnaskógur 3.flokkur