Þá er að koma að lokum hér hjá okkur í 3.flokki. Þetta er búið að vera frábær flokkur, skemmtilegir og hressir drengir.

Við munum pakka fyrir hádegi og setja töskurnar okkar í rútuna um 12.

Vinsamlegast látið vita ef þið ætlið að sækja ykkar drengi sjálf ef þeir eru skráðir í rútuna heim. Það er svo að töskurnar þeirra fari ekki upp í rútu. Látið vita fyrir klukkan 11:00.

Þeir sem eru ekki merktir í rútu og verða sóttir munu setja töskurnar sínar við matskálann.

Símatíminn í dag er frá 10 til 11.

Hádegismatur er klukkan 12:30 og brottför frá Vatnaskógi klukkan 14:00. Áætluð koma í bæinn er klukkan 15:00

Nýjar myndir frá veislukvöldvökunni eru komnar inn.

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk

Hádegismatur: Grillaðar pylsur

Þetta er síðasta færslan frá 3. flokki 2021. Við sem störfum í Vatnaskógi erum þakklát fyrir það traust sem foreldrar sína okkur með því að senda börn sín í sumarbúðir og tökum það traust alvarlega. Það er og metnaður okkar sem störfum í Vatnaskógi að gera gott starf enn betra. Ef þú hefur ábendingar, athugasemdir eða vilt hafa samband við okkur hér í Vatnaskógi í tengslum við 3. flokk getur þú sent tölvupóst á arsaell@kfum.is eða haft samband við skrifstofu KFUM og KFUK í Reykjavík, sími 588 8899.

Takk.

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

Vatnaskógur 3.flokkur