Drengirnir voru vaktir klukkan 8:30 í morgun með ljúfum tónum. Í dag bjóðum við upp á hefðbundna dagskrá að mestu leiti eins og t.d. báta, fótbolta, smíðaverkstæði, íþróttahús, frjálsaríþróttir og spil í Birkisal. Einnig bjóðum við upp á vatnafjör og wipeout-braut fyrir drengina þar sem það er sól og 14 stiga hit.

Í gærkvöldi fór fram æsispennandi DODGEBALL keppni milli borðanna. Þetta byrjaði allt í kvöldkaffinu þegar borðforingjarnir fóru að metast sín á milli um hver væri með besta borðið. Það sauð allt uppúr og að lokum var ákveðið að útkljá þetta í DODGEBALL leik. Ekki veit ég hver vann, enda skiptir það engu máli, en drengirnir elskuðu þetta.

Matseðill

Morgunmatur: Kakó, brauð og álegg

Hádegismatur: Steiktur fiskur í raspi, kartöflur og salat

Kaffitími: Kanilkaka, HLUNKAKÖKUR og ávextir

Kvöldmatur: Vatnaskógar ávaxtasúrmjólk og heimilisbrauð

Kvöldkaffi: Ávextir og kex

Nýjar myndir komnar inn.

Ég minni á símatímann fyrir þá´sem vilja, 11-12 alla daga.

Hreinn Pálsson – forstöðumaður

4.flokkur Vatnaskógur