Það er pökkuð dagskrá í dag. Bátar, smíðaverkstæði, hástökk, knattspyrna, íþróttahús, spil í birkisal, listakeppni og margt fleira. Á kvöldvökunni í kvökd verður leikrit, framhaldssaga, söngur og að auki hæfileikasýning. Á hæfileikasýningunni geta þeir sem vilja sýnt hvaða þá hæfileika sem þeir kunna að búa yfir eins og t.d. söngur, hljóðfæraleikur, leikrit, brandari eða eitthvað annað.

Við kveiktum á heitupottunum og er óhætt að segja að það hafi vakið mikla lukku hjá drengjunum.

Eftir kvöldkaffi í gær var farið í æsispennandi leik sem kallast „Vatnaskógur Escape“. Eltingaleikur á hærra plani. Við enduðum kvöldið við 10m langan varðeld í fjörunni þar sem við grilluðum okkur sykurpúða.

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn, súrmjólk og hafragrautur og brauð með áleggi.

Hádegismatur: Lambagúllas og salat

Kaffitími: Hjónabandssæla, brauðbollur og ávextir

Kvöldmatur: Kjúklingaleggir og bakaðar kartöflur

Kvöldhressing: Ávextir og kex

Nýjar myndir koma inn reglulega.

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

4.flokkur Vatnaskógur