Það er stór dagur framundan í Vatnaskógi í dag. Eftir hádegi kemur skemmtigarðurinn í Vatnaskóg með LazerTag. LazerTagið verður inn í skógi hjá kapelluflötinni. Mjög spennandi. Eftir Kaffitímann munum við fá veltibílinn í heimsókn, í honum fá drengirnir að kynnast mikilvægi bílbeltanna.
Það gæti ringt á okkur í dag en Theodór Freyr Hervarsson, einn fremsti veðurfræðingur okkar Íslendinga, sagði mér að það yrði í lágmarki.
Við ætlum svo að enda daginn á bíómynd og gæða okkur á poppi og gosi, eftir kvöldvöku að sjálfsögðu.
Aðeins um gærdaginn. Í gær héldum við upp á jólin. Drengirnir tóku vel í það að hafa jól í júní. Við skreyttum matsalinn, gerðum piparkökur, skreyttum jólatré og margt fleira.
Þar sem það er mikið að gera í dag ætlum við að sofa aðeins lengur á morgun, hlaða batteríin fyrir Veisludaginn.
Nýjar myndir koma inn reglulega.
Matseðill
Morgunmatur: Nýbakað brauð, álegg og rjómalagað kakó.
Hádegismatur: Lasagne, salat og hvítlaiksbrauð.
Kaffitími: Sjónvarpskaka, snúðar og ávextir.
Kvöldmatur: Vínarsnitzel með bökuðum kartöflum, brúnni sósu og salati.
Kvöldhressing: Ávextir og kex.
Hreinn Pálsson – Forstöðumaður