Hér er gott veður, 17°C og hálfskýjað og hægur vindur. Allt gengur mjög vel og voru drengirnir vel þreyttir í gærkvöldi eftir langan og sólríkan dag. Þetta eru hressir og skemmtilegir drengir sem eru duglegir að taka þátt í því sem er í boði eins og t.d. útileikir, keppnir í ýmsum greinum frjálsra íþrótta, skemmitlegir innleikir og að ógleymdir smíðastofunni. Knattspyrnuáhuginn í flokknum er nokkuð góður og margir drengir hér sem voru á Orkumótinu í Vestmannaeyjum um síðustu helgi, m.a. sigurvegarar mótsins 2021, Stjarnan 1. EM stofan er á sínum stað og gátu drengirnir fylgst með leikjunum á risaskjá í Birkisal, og verða leikir dagsins einnig sýndir og mega þeir horfa á sem vilja. Það er kannski ekki algengt á Íslandi, en það er gott að komast aðeins inn í sólarhvíld þessa dagana og hefur EM stofan þjónað því hlutverki. Þó vissulega sé mikið um keppnir í Vatnaskógi er líka margt annað í boði sem ekki þarf að keppa í og allir finna eitthvað við sitt hæfi – sumum finnst gaman að slaka á og lesa syrpur, fara í kúluspil, skemmtilegar göngur í skóginum með foringja, teikna, lita og smíða. Eftir viðburðarríkan og sólríkan dag í gær voru margir drengjanna þreyttir og sofnuðu flestir hratt og örugglega. Ró var komin á kl. 22.40. Í kvöld verður svo kvöldvaka að hætti Skógarmanna með leikjum, leikritum, framhaldssögu, hugleiðingu og söng.

Maturinn, Dagur 2

Hádegismatur – Lasagne og salat

Kaffitími – Jógúrtkaka, brauð og ávextir

Kvöldmatur – Nýbakað brauð og sveppasúpa

Kvöldhressing – Pólókex, mjólkurkex, mjólk og vatn

Maturinn, Dagur 3

Morgunmatur – Kakó, nýbakað brauð og álegg

Hádegismatur – Grillaðar pylsur

Kaffitími – Kryddbrauð, ávextir og HLUNKAKÖKUR

Kvöldmatur – Ítalskur pastaréttur

Kvöldhressing – Ávextir

Starfsfólk

Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru þeir:

Hreinn Pálsson – Alhliðaforingi

Fannar Logi – Bátaforingi

Pétur Bjarni – Bátaforingi

Friðrik Schram– Útileikjaforingi

Ríkharður – Frjálsíþróttaforingi

Arnar Gauti – Knattspyrnuforingi

Snorri – Innileikjaforingi

Baldur Ólafsson – Birkiskálaforingi

Davíð Örn Sveinbjörnsson – Alhliðaforingi

Forstöðumenn flokksins eru Jón Ómar Gunnarsson og Þráinn Haraldsson.

Eldhúsi og þrifum í Vatnaskógi stýrir ráðskonan Valborg Rut Geirsdóttir. Henni til aðstoðar eru Eva Sigurðardóttir, Birta Líf Hannesdóttir, Sólveig Erla Erlingsdóttir og Bergdís Brynjarsdóttir.

Þess utan eru ungir aðstoðarforingi á svæðinu, framtíðarleiðtogar í starfi KFUM og KFUK. Þeir ganga í allskonar verkefni á svæðinu, hvort sem það er aðstoð í gönguferðum, uppvask, smíðar, frágangur og tiltekt á svæðinu eða skipulag leikja undir umsjón foringja. Aðstoðarforingjar þessa vikuna eru þær Helga, Freyja og Lilja.

Þá er Þórir Sigurðsson í flokknum en hann kemur að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði ásamt Sigurði Péturssyni og Ástráði Sigurðssyni.

Ef það eru einhverjar spurningar þá er símatími forstöðumanns á milli 11 og 12 alla daga. Inn á þessa síðu munu svo koma myndir úr flokknum.

Myndir birtast hér.