Þá er komið að lokum þessa 5. flokks 2021 í Vatnaskógi og snúa 99 drengir heim þreyttir en afskaplega sáttir og glaðir eftir ævintýri undanfarinna daga. Það hefur gengið mjög vel og veðrið leikið við okkur. Því miður hafa nokkrir drengir og starfsmenn orðið fyrir barðinu á lúsmýinu sem hefur aðeins látið á sig kræla undanfarnar nætur. Þó dagurinn í dag einkennist af frágangi og heimferðinni þá er engu að síður stútfull dagskrá fram að brottför m.a. leikur landsliðs og draumaliðs í knattspyrnu, bátar og íþróttahús.

 

Í gær var veislukvöldvaka og mikið um dýrðir.

Brottför frá Vatnaskógi er 14.00 og heimkoma að Holtavegi 28 áætluð kl 15.00.

Myndir eru hér.

Jón Ómar Gunnarsson og Þráinn Haraldsson.