Í dag komu um 100 drengir í Vatnaskóg og munu þeir dvelja hér fram á laugardaginn 10.júlí. Þegar að drengirnir komu hingað byrjuðu þeir á því að velja sér borð í matskálanum til þess að sitja við, borð 1 til 7. Við hvert borð er borðforingi sem annast drengina og hefur gott eftirlit með þeim.

Hér er ágætis veður, 12°C og skýjað. Allt gengur mjög vel. Þetta eru hressir og skemmtilegir drengir sem eru duglegir að taka þátt í því sem er í boði eins og t.d. útileikir, keppnir í ýmsum greinum frjálsra íþrótta, skemmitlegir innleikir, bátar og að ógleymdir smíðastofunni. Rétt eins og íslenska úrvalsdeildin er komin af stað þá er svínadalsdeildin komin á fulla ferð hér í Vatnaskógi en í henni keppa borðin sín á milli. Mjög spennandi. Í kvöld verður svo kvöldvaka  að hætti Skógarmanna með leikjum, leikritum, framhaldssögu, hugleiðingu og söng.

Matseðill

Hádegismatur: Kjötbollur, kartöflumús, brúnsósa og salat.

Kaffitími: Súkkulaðikaka og kryddbrauð.

Kvöldmatur: Ítalskur pastaréttur.

Kvöldkaffi: Ávextir og kex.

Starfsfólk

Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru þeir:

Gunnar Hrafn Sveinsson – Knattspyrnuforingi

Ísak Jón Einarsson – Bátaforingi

Eiríkur Skúli Gústafsson – Alhliðaforingi

Benedikt Guðmundsson – Smíðaforingi

Davíð Guðmundsson – Útileikjaforingi

Pétur Bjarni – Frjálsíþróttaforingi

Þráinn Andreuson – Innileikjaforingi

Friðrik Páll Ragnarsson Schram – Birkiskálaforingi

Baldur Ólafsson – Skógarmannaforingi

Þeim til halds og trausts eru forstöðumennirnir Ársæll Aðalbergsson og Hreinn Pálsson.

Eldhúsi og þrifum í Vatnaskógi stýrir ráðskonan Valborg Rut Geirsdóttir. Henni til aðstoðar eru Sólveig Erla Erlingsdóttir, Bergdís Brynjarsdóddir, Hákon Arnar Jónsson og Sigríður Sól Ársælsdóttir.

Þess utan er ungur aðstoðarforingi á svæðinu, framtíðar leiðtogi í starfi KFUM og KFUK. Hann gengur í allskonar verkefni á svæðinu, hvort sem það er aðstoð í gönguferðum, uppvask, smíðar, frágangur og tiltekt á svæðinu eða skipulag leikja undir umsjón foringja. Aðstoðarforingi þessa vikuna er  Markús Guðmundsson.

Þá er Þórir Sigurðsson í flokknum en hann kemur að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði.

Ef það eru einhverjar spurningar þá er símatími forstöðumanns á milli 11 og 12 alla daga.

Inn á þessa síðu munu svo koma myndir úr flokknum.

Meira síðar!

Hreinn Pálsson – forstöðumaður

Vatnaskógur 6.flokkur