Þá er veisludagur runninn upp. Hér er skýjað. 12-15 stiga hiti og þurrt. Núna eftir morgunstund verður boðið upp á brekkuhalup. Það er hefð fyrir því að hafa brekkuhlaup á Veisludegi.
Í dag gerum við vel við okkur í mat, drykk og dagskrá. Eftir kaffitímann er foringjaleikurinn í fótbolta. Þá skorum við foringjarnir á drengina í fótbolta. Við skiptum þeim upp í tvö lið, stjörnulið og draumalið, og spila liðin sitthvorn hálfleikinn. Kvöldvakan í kvöld verður glæsileg. Það verður sungið, við munum heyra lokahlutann í frammhaldssögunni, sjáum nokkur leikrit og svo auðvitað sjónvarp Lindarrjóður. Mikil gleði og spenna hjá drengjunum.
Aðeins um morgundaginn. Á morgun er brottfaradagur. Við munum pakka fyrir hádegi, borða hádegismat 12:30 og fara síðan á lokasamveru. Við leggjum af stað úr Vatnaskógi 14:00 og er áætluð heimkoma, á holtaveg 28, klukkan 15:00. Ef þið eruð að sækja ykkar drengi í Vatnaskóg þá biðjum við ykkur um að vera komin í Vatnaskóg í síðastalagi 13:30. Takk.
Matseðill
Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk
Hádegismatur: Skyr og nýbakað brauð
Kaffitími: Súkkulaðikaka, Tebollur með súkkulaði og klassískar bollur
Kvöldmatur: Léttbankaðar Vínarsnitzelsneiðar með brúnni sósu, bökuðum kartöflum, salati, maís og grænum baunum, rauðkál og og gos í bauk.
Kvöldkaffi: Ávextir og kex
Veisludagsmyndirnar koma inn reglulega.
Hreinn Pálsson – Forstöðumaður