Í dag komu um 100 drengir í Vatnaskóg og munu þeir dvelja hér fram á föstudaginn 16.júlí. Þegar að drengirnir komu hingað byrjuðu þeir á því að velja sér borð í matskálanum til þess að sitja við, borð 1 til 7. Við hvert borð er borðforingi sem annast drengina og hefur gott eftirlit með þeim.

Hér er ágætis veður, 15°C og skýjað. Allt gengur mjög vel. Þetta eru hressir og skemmtilegir drengir sem eru duglegir að taka þátt í því sem er í boði eins og t.d. útileikir, keppnir í ýmsum greinum frjálsra íþrótta, skemmitlegir innleikir, bátar og að ógleymdir smíðastofunni. Rétt eins og íslenska úrvalsdeildin er komin af stað þá er svínadalsdeildin komin á fulla ferð hér í Vatnaskógi en í henni keppa borðin sín á milli. Mjög spennandi. Vegna veðurs var ekki annað í boði en að bjóða upp á vatnafjör og heita potta

Í kvöld munum við svo sína úrslitaleikinn á EM, England vs Ítalía. Mikil spenna er fyrir leiknum og heyrist mér að meiri hluti drengjanna vilji að „bikarinn fari heim“ en Ítalía kann að vinna úrslitaleiki, það er bara þannig.

Eftir leikinn verður svo kvöldvaka  að hætti Skógarmanna með leikjum, leikritum, framhaldssögu, hugleiðingu og söng.

Ævintýraflokkur 2 er rétt að byrja.

Maturinn

Hádegismatur: Kjötbollur, bakaðar kartöflur, grænmeti og brúnsósa

Kaffitími: Jógúrtkaka, kryddbrauð og ávextir

Kvöldmatur: Amerískur pastaréttur og hvítlauksbrauð

Kvöldkaffi: Ávaxtaveisla

Starfsfólk

Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru þeir:

Gunnar Hrafn Sveinsson – Ævintýraforingi

Eiríkur Skúli Gústafsson – Bátaforingi

Benedikt Guðmundsson – Frjálsíþróttaforingi

Fannar Logi Hannesson – Bátaforingi

Baldvin Ingvar Tryggvason – Knattspyrnuforingi

Ríkharður Esterason – Alhliðaforingi

Dagur Adam Ólafsson – Lindarrjóðursforingi

Þráinn Andreuson – Birkiskálaforingi

Friðrik Páll Ragnarsson Schram – Innileikjaforingi

Þeim til halds og trausts er forstöðumaðurinn Hreinn Pálsson.

Eldhúsi og þrifum í Vatnaskógi stýrir ráðskonan Tinna Dögg Birgisdóttir. Henni til aðstoðar eru Anna Pálsdóttir, Sigríður Sól Ársælsdóttir, Kristrún Lilja Gísladóttir og Sverrir Hákon Martinsson.

Þá eru þeir Ísak Jón Einarsson, Þórir Sigurðsson og Sigurður Jóhannesson í flokknum en þeir koma að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði.

Ef það eru einhverjar spurningar þá er símatími forstöðumanns á milli 11 og 12 alla daga.

Inn á þessa síðu munu svo koma myndir úr flokknum.

Meira síðar!

Hreinn Pálsson – forstöðumaður

Vatnaskógur 7.flokkur